top of page
ÖNDUNARTÆKNI
 

Ávinningar þess að tileinka sér öndunartækni eru gríðarlegir. Öndunartækni snýst um að anda í meðvitund og hentar mismunandi öndun fyrir mismunandi aðstæður. Virk öndun er fljótvirkasta og árangursríkasta leiðin til að hafa áhrif á taugakerfi okkar og er svo fljótvirk að innöndun hefur öðruvísi áhrif á okkur en fráöndun.

,,ANDAÐ NIÐUR Í MAGA”

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hægt er að fylgjast með börnum beita fullkominni öndunartækni en þau kunna að ,,anda niður í maga”, eins og sagt er, áður en þau læra ósiðinn að anda grunnt af hinum fullorðnu í umhverfi þeirra. Með þessu orðtaki er átt við að fullnýta lungun. Þindin dregst þá saman við innöndun og þrýstir maganum út. Lungunum veitist rými til að taka við stærri andardrætti og öndun verður því dýpri.

Lungun ná jafnlangt og neðstu rifbein (sjá mynd) og gefur að skilja að því dýpra sem við náum að anda þeim mun áhrifaríkari verður öndunin. Ekki aðeins vegna þess að við erum almennt að nýta lungun betur heldur er meira af fellingunum (lungnapípur og lungnapíplur þar sem loftskiptin eiga sér stað) eftir því sem neðar í lungun er haldið.

 

 

,,ANDAÐU MEÐ NEFINU.”

Það er rík ástæða að temja sér að anda inn nef og margt af því hefur að gera með nitur oxíð (NO) sem myndast í nefinu við innöndun.

Nitur oxíðið ferðast svo með andardrættinum niður í lungu. Þar kemur gastegundin að mörgum ferlum:

  • Tekur þátt í boðefnaskiptum hjarta- og æðakerfisins.

  • Víkkar öndunarveginn og æðar, opnar og auðveldar öndun og blóðflæði.

  • Vinnur gegn festingu fitufrumna á æðaveggi.

 

Það mikilvægasta sem gastegundin gerir þó fyrir okkur, er að virka sótthreinsandi gegn örveru- og bakteríuflórunni sem fylgt getur andardrættinum úr andrúmsloftinu. Myndun nitur oxíðs í nefinu við innöndun inn um nef er því okkar helsta náttúrulega sýklavörn. Ekki svo léttvægt, sér í lagi á tímum COVID.

Nitur oxíð myndast ekki við innöndun um munn, þetta atriði eitt og sér ætti fyrir flesta að vega svo þungt að það læri að tileinka sér innöndun um nef.

Fleiri ástæður eru sem mæla með innöndun um nef:

  • Nemar í nefinu greina hitastig loftsins sem kemur inn og hitar/kælir í samræmi við líkamshita, til að viðhalda jafnvægi í hitastigi lungna.

  • Hárin í nefi okkar gegna hlutverki filterkerfis og síar agnirnar í andrúmsloftinu úr andardrættinum.

 

Af þessu má sjá að mikill hagur er í því að anda rétt og ætti hvert mannbarn að tileinka sér þær.

innondun-utondun enginn bakgrunnur.png
HUGLEIÐSLA
 

Regluleg ástundun hugleiðslu bætir líf okkar til muna, sérstaklega þegar vart er kvíða, streitu, þunglyndis þegar áfallasaga liggur að baki.

Í nútímasamfélagi er viðvarandi streituástand að staðaldri. Vekjaraklukkan, krakkarnir, verkefni og/eða skóli, fundir, umferð, (ljós, slys, að finna stæði), veikindi, nágrannar, skyldur, loftslagsmál, kosningar o.s.frv o.s.frv. Allskonar aðstæður sem hækka streituástand okkar ítrekað yfir daginn.

 

Hægt er að líkja því við að vera viss um að ljón sé á næsta leyti, 12-16 klukkustundir af deginum. Við erum ekki alveg að farast úr streitu, en við erum ekki í slökunarástandi. Þannig brennur kerfið í báða enda með allskonar óheillavænlegum afleiðingum og endar í kulnun ef ekkert er að gert.

Ég veit, hugleiðsla er ekki spennandi og það þarf að verja svo miklum tíma við ástundun hennar til að fá árangur. En er það? Hvað ef það væri hægt að ná tilfinnanlegum árangri á innan við mínútu?

Fræðumst fyrst aðeins um hin mörgu heilsubætandi áhrif reglulegar ástundunar hugleiðslu:

HUGLEIÐSLA VIRKJAR VAGUS TAUGINA

Vagus taugin stjórnar slökunarkerfi líkamans, kemur honum úr streituástandi (fight/flight) og í slökun ("rest and digest).

HUGLEIÐSLA MINNKAR VIRKNI MÖNDLU (E. AMYGDALA)

Mandla (e. Amygdala) stjórnar athygli okkar og einbeitningu að tilteknum áreitum. Talið er að Mandlan hjálpi lífveru að skilgreina áreiti, einkum þeim sem varða tilfinningar, svo sem ótta og kvíða.

HUGLEIÐSLA STYRKIR DREKANN (E. HIPPOCAMPUS)

Hugleiðsla styrkir þann hluta heila okkar sem kallast Drekinn (e. Hippocampus), en það er það svæði í heila okkar sem sem stjórnar því hversu auðveldlega við tileinkum okkur nýjar hugmyndir og höldum í þær gömlu. Hippocampus gegnir einnig miklu hlutverki í tilfinningastjórnun.

HUGLEIÐSLA STYRKIR LÍKAMSVITUND

Hugleiðsla styrkir líkamsvitund okkar og skerpir athyglisgáfuna. Það leiðir til þess að við dveljum minna við hugsanir um fortíð og framtíð og dveljum meira í núinu og erum þar með hamingjusamari (langvarandi og ítrekaðar hugsanir um fortíð og framtíð eru kvíðamyndandi).

HVAÐ ÞARF AÐ IÐKA LENGI TIL AÐ FINNA ÁRANGUR?

Ég er frekar ofvirk manneskja og tilhugsunin um að sitja langtímum saman og anda djúpt eða stunda hugleiðslu til að fá árangur þykir mér ekki fýsileg. Ég var lengi óviss um hvernig iðkunin ætti að vera og sat því fyrstu árin að rembast við að hugsa ekki neitt. Þannig virkar hugleiðsla ekki.

 

Þegar við vitum hinsvegar hvað við erum að gera, þá þurfum við ekki að sitja við hugleiðslu lengur en 3 mínútur til að ná árangri, þá er iðkunin byrjuð að hafa áhrif á VAGUS taugina og við komin í meiri slökun.

Ég hef nú þróað hraðvirka og markvissa hugleiðslutækni í bland við líftækni (e. biohacking) sem ég kalla leidda hjartahugleiðslu.

Bláu svæði eru svæði heimsins þar sem meðalaldur er mun hærri en annarsstaðar á jörðinni.

 

Hugtakið birtist fyrst í tímaritinu National Geographic árið 2005, „Leyndarmál langlífs“, eftir höfundinn Dan Buettner.

Bláu svæðin eru fimm talsins: Okinawa í Japan; Sardinía í Ítalíu; Nicoya í Kosta Ríka: Icaria í Grikklandi og trúarsamfélag í Loma Linda í Kaliforníu.

Samkvæmt faraldsfræðilegu rannsókninni (sem er áræðanlegasta rannsóknarform sem til er) eru níu atriði sem einkennir líf íbúa þessara svæða:

1. REGLUBUNDIN HREYFING.

 

Íbúar bláu svæðanna leggja litla áherslu á að mæta í gymmið, þess í stað er reglubundin hreyfing hluti af lífsmynstri þeirra, t.d. að ganga eða hjóla þangað sem þarf að fara, kíkja á ströndina, sinna garðvinnu, stunda félagslífið, dansa o.s.frv. o.s.frv.

Hjá þeim er reglubundin hreyfing eðlilegur hluti af lífinu og því ekkert sem hugsa þarf um sérstaklega eða hafa mikið fyrir.

Vani > agi.

2. TILGANGUR.

 

Íbúar bláu svæðanna finna sér tilgang í lífinu. Ekkert meira um það að segja.

3. TEKIÐ ER Á STREITUVÖLDUM Á HEILBRIGÐAN HÁTT.

 

Innan bláu svæðanna er almennt álitið að heilsa og lífshamingja sé framanum mikilvægari. Vitað er að streita getur valdið alvarlegum heilsukvillum (svo sem of háum blóðþrýstingi, kvíða og þunglyndi).

Íbúar bláu svæðanna hafa einnig félagslegan stuðning og sterkt tengslanet, sem einnig minnkar streitu (meira um það síðar).

4. 80% REGLAN.

Íbúar bláu svæðanna borða sig yfirleitt ekki sadda heldur hætta þegar u.þ.b. 20% er enn eftir af magamáli. Einnig borða þeir meira fyrripartinn heldur en seinnipartinn og síðasta máltíð dagsins er fremur snemma kvölds.

5. (AÐ MESTU) PLÖNTUMIÐAÐ MATARÆÐI.

 

Íbúar bláu svæðanna neyta að mestu matvæla sem teljast vera hluti af Miðjarðarhafs mataræðinu. Baunir, sérstaklega linsubaunir en einnig eru svartar baunir, fava baunir og edamame (soja baunir) daglega á matseðlinum.

Hjá Okinawa búum í Japan eru flókin kolvetni um 80% matseðilsins og borða þeir t.d. mikið af sætum kartöflum.

 

Kjöt er einstaka sinnum á matseðlinum, um 5 sinnum í mánuði að meðaltali og þá sem hluti af máltíð, ekki aðalréttur.

 

Skv. vefsíðu Krabbameinsfélagsins: ,,Óhætt að neyta minna en 500 g af rauðu kjöti Á VIKU og skal takmarka neyslu á unnum kjötvörum eins og unnt er".

 

Ekki er gefið upp hámarks magn af unnum kjötvörum, heldur er einfaldlega ráðlagt halda sér frá neyslu þeirra eftir bestu getu.

 

Með „rauðu kjöti“ er átt við nauta-, svína-, lamba- og geitakjöt, í hvaða formi sem er (t.d. heil kjötstykki, hakk, hamborgarar eða unnar kjötvörur) og unnar kjötvörur eru kjötvörur sem hafa verið reyktar, þurrkaðar, saltaðar eða rotvarnar með rotvarnarefnum, t.d. sérhver tegund af skinku, beikon, bjúgu og pylsur. 

Fuglakjöt telst ekki sem rautt kjöt en neysla á því hefur einnig verið tengt ýmiskonar heilsukvillum af ýmiskonar ástæðum, m.a. (en ekki eingöngu) vegna sýkingarhættu

6. ÁFENGISNEYSLA, EF EINHVER, ER HÓFLEG.

 

Íbúar bláu svæðanna drekka 1-2 glös á dag (helst sardínískt Cannonau-vín), í félagsskap og/eða með mat. Ekki er hægt að safna áfengiseiningunum yfir vikuna til að hella í sig á laugardegi.

Rannsóknir sýna að það að vera líkamlega virkur og ástunda heilbrigt mataræði hefur þó meiri heilsufarslegan ávinning til lengri tíma litið.

7. TRÚARÁSTUNDUN EÐA ANDLEGA ÞENKJANDI.

 

Íbúar bláu svæðanna eru yfirleitt trúaðir, sækja reglulega trúarsamkomur, leita í trúna til að takast á við erfiðleika og er kennt mikilvægi þess að gefa af sér til þeirra sem minna mega sín.

 

8. ÁHERSLA Á FJÖLSKYLDUTENGSL.

 

Íbúar Bláa svæðanna leggja áherslu á sterk fjölskyldutengsl. Þeir læra frá unga aldri að hegðun þeirra og ákvarðanir hafa ekki einungis áhrif á þá, heldur alla fjölskylduna. Tillitsemi og samheldni er í hávegum höfð, þar sem íbúar kjósa að lifa og deila lífi sínu saman, hvernig sem viðrar.

Öldruðum fjölskyldumeðlimum er ekki komið fyrir á elliheimili heldur eiga annaðhvort heima í næsta nágrenni eða að allir ættliðir deili heimili. (á Krít er byggð önnur hæð við húsið þegar yngsti fjölskyldumeðlimurinn giftir sig), Þessi sterku tengls gera það að verkum að tíðni sjúkdóma og dánartíðni barna er lægri. Minna er um skilnaði og tengsl við börnin haldast sterk áfram eftir að þau fullorðnast.

9. FÉLAGSLEG TENGSL OG HJÓNABAND.

 

Íbúar bláu svæðanna leggja mikla áherslu á félagslíf og hjónaband. Vitað er að sterkt tengslanet dregur úr streitu og öðrum heilsufarskvillum og að líkamleg snerting (allt frá því að haldast í hendur og meira) fær líkamann til skjóta út hamingju- og vellíðunar hormónunum í kerfið.

Samkvæmt rannsóknum er lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma meðal giftra einstaklinga og taki maki upp heilsubætandi siði er tilhneiging fyrir hinn að fylgja hans góða fordæmi.

LÍFSFÖRUNAUTURINN
 

Lífsförunauturinn í lífinu og okkar fyrsta 'ást' erum við sjálf. Það er ekki fyrr en eftir að við byrjum að elska og samþykkja okkur sjálf, sem við erum reiðubúin til að deila lífinu með öðrum.

Við þurfum fyrst að öðlast og þjálfa traust til okkar og sýna okkur sjálfsmildi, sérstaklega vegna gallana, áður en við öðlumst hugrekkið sem þarf til að treysta öðrum til að sjá okkur.

Þangað til við stöndum sterk með okkur sjálfum og finnum mildina til að geta viðurkennt eigin mannleika, munum við ekki ráða við einu sinni við tilhugsunina um að einhver annar sjái okkur upp á okkar versta. Kjósir þú að deila lífinu með einhverjum, þá verðuru að vera tilbúin til þess. Til þess að geta gefið af þér í sambandi, þarftu að ráða við að annar aðili upplifi þig, alveg eins og þú ert.

Fyrsta skrefið er því að læra að líta inn á við og þjálfa að vera í nánd með okkur sjálfum.

Flestir (ef ekki allir) verða fyrir áföllum í lífinu. Í heilbrigðum samböndum byggjum við upp gagnkvæmt traust, sýnum virðingu og veitum rými. Báðir aðilar eru ábyrgir fyrir því að skapa rýmið og sýna viljann til þess að sjá, viðurkenna og vinna með eigin galla. Þannig náum við að finna og vinna úr þeim áföllum sem við höfum orðið fyrir, stækkum að innan og verðum reiðubúin til þess að tækla næsta verkefni.

Það er ekki fyrr en þú hefur komið þér á þann stað andlega sem þú getur byrjað að huga að bjóða öðrum inn í þitt innsta rými.

Við getum einungis tekið við eins mikilli mildi eins og við gefum okkur sjálf. Ef við elskum okkur ekki skilyrðislaust, þá endurspeglast makaval okkar eftir því.

Annað sem mikilvægt er að hafa í huga: hlutverk lífsförunauts er ekki að sjá fyrir öllum okkar þörfum. Séu forsendurnar að finna einhvern til að sjá um þig svo að þú þurfir þess ekki, þá er leitin byggð á röngum forsendum.

DMT ÖNDUNARTÆKNI

1_HnfnuOeZZjt64BYcd5SCWA-removebg-preview.png

DMT öndunartækni er kraftmikið verkfæri til sjálfsvinnu. Með þessari öndunartækni er mögulegt að fá líkamann til að fara inn í nokkurs konar draum ástand, með því að fá hann til að losa DMT sameindina út í líkamann. 

DMT er hormón sem við framleiðum og uppbygging þess lík hormóninu Serótóníni (hamingjuhormónið).

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

DMT er virka innihaldsefnið í Ayahuasca, ofskynjunarlyfinu sem á uppruna sinn í Perú.

 

Talið er að DMT sé ástæða þess að okkur dreymir og veldur viðvera þess í kerfinu því að líkaminn losar einnig út Serótónín.

 

Mögulegir ávinningar af DMT öndunartækni eru meðal annars:

  • Meiri lífsorka

  • Auðveldara að dvelja í núinu

  • Vinnur gegn kvíðakasti

  • Hjálpar til að ná og viðhalda ró

  • Betri andleg líðan

  • Aukinn skýrleiki

  • Meiri meðvitund um sjálfið

  • Efling innsæis

  • Hamlandi hugsanamynstur, sjálfskaðandi hegðun og fíknimunstur koma betur upp á yfirborðið. betur hægt að vinna þessum hegðunarmynstrum.

 

Við öndunina sjálfa losum við koltvísýring (CO2) úr líkamanum, en þetta gerir það að verkum að sýrustig líkamans hækkar (hann verður basískari) og bólgusvar (e. inflammation) verður minna.

 

Iðkendur hafa upplifað ýmiskonar einkenni: doða, náladofa, stífleika í fingrum, tám og andliti, mikil ró og vellíðan auk aukins léttleika.

 

Æfingin samanstendur af vel virkri taktvissri og samfelldri öndun 25-30 andardrætti eða eftir vilja og getu, hraðari innöndun og lengri útöndun (ca 1:3 eða svo).

Á síðustu innöndun drögum við inn andann eftir fremsta megni, höldum honum inni og ,,gleypum" jafnframt enn meira loft inn í lungun. Ýmindum okkur að öndunarfærin séu einstefnuloki, gleypum loft inn og pössum með tungu og munni að það sleppi ekki út. Við gerum þetta rólega þangað til við finnum fyrir þægilegum þrýstingi í lungum.

Þetta prófum við áfram eftir því sem umferðum fjölgar, finnum okkar þægindastig.

Með þennan þrýsting í lungunum beitum við nú þrýstingi á lungun sjálf, með bringuvöðvum og efri part líkamans. Líkt og lungun séu blaðra full af lofti sem við þrýstum létt á í um 5-10 sekúndur og sleppum andardrættinum aftur út, slökum og njótum áhrifanna.

 

Talið er að DMT sé geymt í lungum okkar og við þrýstinginn losa lungun hormónið út í kerfið.

Hlusta þarf á líkamann og þeir sem þjást af of háum blóðþrýstingi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir reyna við æfinguna.

 

Upplifunin getur verið ansi mögnuð. Iðkendur hafa greint frá því að upplifa:

 

  • Nokkurns konar draum ástand, eins og í REM hluta svefns. Þegar þeir koma tilbaka muna þeir í fyrstu ekki hvar þeir eru eða hvað þeir voru að gera, líkt og þegar vaknað er af draumi.

  • Þægilegan nálardofa, doða og/eða hita um allan líkamann.

  • Að sjá mynstur.

  • Að heyra tónlist (sem spiluð var í rýminu, ekki ímynduð) brotna niður í abstrakt hluta sína, líkt og þegar hljóðfæraleikarar að stilla hljóðfærin sín fyrir tónleika.

  • Létta kippi um líkamann eins og þeir sem prófað hafa KAP (Kundalini Activation Process) hafa upplifað. 

  • Vellíðan

 

Algengt er að svefn iðkenda verði dýpri og betri, gott er því að gera hana þegar við leggjumst til svefns.

 

Þarft er að benda á að þessi öndunaræfing er mjög kraftmikil. Hún getur losað um áföll sem sitja í líkamanum og koma upp á yfirborðið. Þetta getur tekið á andlega og er gott að hafa rými til að vinna úr því sem kemur upp ef þörf krefur. Þessi æfing er fyrir þá sem treysta sér að fara djúpt.

bottom of page